Frí jólagafainnpökkun á pöntunum í desember

Ertu með tíu þumalfingur, frestunaráráttu eða skortir þig listrænar tilhneigingar og sköpunargleði? Fáðu jólagjafirnar innpakkaðar og merktar án aukakostnaðar!

Þegar þú ert búin að velja hinn fullkomna glaðning fyrir vini og fjölskyldu ferðu í körfu og smellir á textann “Panta fría gjafainnpökkun”. Þá koma upp valmöguleikar um merkta eða ómerkta jólapakka ásamt reit fyrir sérstakar leiðbeiningar og þann texta sem þú vilt að við skrifum á merkimiðann. Ef þú ert að panta fleiri en einn pakka á sama tíma skrifarðu okkur hvað fer í hvaða pakka og við sjáum um rest.

Við erum frekar nýtin og minimalísk svo við notumst við umbúðir, pappa og önnur hráefni sem okkur hefur borist með sendingum og annars færu í endurvinnslu. Þú getur því með góðri samvisku látið okkur um að létta þér lífið í desember.

Mundu svo eftir fríu heimsendingunni í desember með afsláttarkóðanum VEGANHEIM og taktu eftir því að þú getur látið senda pakkana beinustu leið heim til viðtakanda ef það hentar betur. Sá valmöguleiki kemur upp í greiðsluferlinu þar sem þú getur skráð viðtakanda á öðru heimilisfangi en greiðanda.

Opnunartími verslunar

Alla daga frá kl.10:00 - 20:00

Heimilisfang

Faxafen 14, 108 Reykjavík

Sími

7793600

Netfang

veganbudin@veganbudin.is

Styrkir