Sara Barðdal: Mínar uppáhalds vörur frá Veganbúðinni

Mynd: Kiki Health

Einn af stærstu viðburðum ársins er að  hefjast hjá HIITFIT í dag, 12. ágúst, en það er HIITFIT áskorun – 10 daga heilsuáskorun. Þar gefum við heimaæfingar, uppskriftir, hugaræfingu, ásamt mikilli hvatningu og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Það verða einnig glæsilegir afslættir og vinningar sem þú getur tryggt þér frá samstarfsfyrirtækjum okkar yfir allt tímabilið.

Eitt af samstarfsfyrirtækjum okkar er Vegan búðin, en þau bjóða uppá gott og vandað vöruúrval og eitt af mínum uppáhalds fæðubótarefnum, KIKI HEALTH.

KIKI HEALTH vörulínan býður uppá einstaklega hreinar og góðar vörur sem standast mínar kröfur þegar kemur að fæðubótarefnum, engin aukaefni, erfðabreytt efni, sykur eða drasl. Heldur standa þau fyrir gæðum og vilja stuðla að almennu heilbrigði.

Í tilefni að áskoruninni ætlar Veganbúðin að gefa 2 þátttakendum gjafakörfu sem samanstendur af mínum uppáhalds vörum, ásamt því að gefa þátttakendum 10% afslátt í netverslun sinni yfir tímabil HIITFIT áskorunar.

Hér koma mínar uppáhaldsvörur sem ég hef verið að nota síðustu vikur, hvernig ég nota þær og af hverju ég elska þær.

 KIKI HEALTH LÍFRÆNT MACADUFT

Maca er algjör undrarót og hefur sýnt fram á mikinn ávinning. Maca er þekkt fyrir að bæta orku og styðja við jafnvægi á hormónum og meiri krafts. Annað sem er vert að nefna er aukning á kynhvöt og jákvæð áhrif á húð og bein. Maca hefur verið sýnt fram á að hjálpi þér að takast á við streitu og inniheldur mikið magn af vítamínum og steinefnum.

Ég set 1 tsk á morgungrautinn minn á hverjum degi og elska hvað það gefur gott bragð sem minnir á karamellu.

 

KIKI HEALTH LÍFRÆNT ACAI DUFT

Þetta er algjör snilld út á grauta og notaði ég þetta á hverjum degi útá hafragrautinn minn. Þetta er frábær leið til þess að gera morgungrautinn þinn að algjörum ofurgrauti með innspýtingu af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Einnig gefur þetta ótrúlega gott bragð.

 

KIKI HEALTH ALKALINE INFUSION

Á tímabili fór ég að upplifa mikla vöðvaþreytu og fannst recovery tíminn minn vera ansi hægur. Mig fór á gruna að mig vantaði eitthvað til þess að styðja við líkamann þar sem ég æfði mikið á þessu tímabili. Eftir að ég byrjaði að nota Alkaline Infusion fann ég mun á mér og upplifði ekki sömu þreytuna eftir erfiðar æfingar. Þetta var ein af fáum vörum sem ég fann sem innihélt ekki viðbættan sykur eða gerviefni og standast því algjörlega gæðakröfur sem ég vil sjá.

 

KIKI HEALTH LÍFRÆNT HAMPPRÓTEIN

Ég nota þetta prótein reglulega í boostana mína, þetta er algjör snilldar leið til þess að fá inn holla fitu og auka gæða próteininntöku á náttúrulegan hátt.

 

KIKI HEALTH BODY BIOTICS GERLAR

Ég var handviss um að meltingin mín væri í góðu standi, en langaði alltaf að prófa að taka inn auka gerla því ég vissi hversu mikilvægt það væri fyrir heilsuna mína að búa yfir heilbrigðri flóru í meltingarveginum. Þegar ég prófaði body biotics frá KIKI Health varð ég heldur betur hissa yfir áhrifum varanna, á jákvæðan hátt. Meltingin varð mun reglulegri og betri fljótlega eftir að ég byrjaði að taka töflurnar inn.

 

KIKI LÍFRÆNT HRÁKAKÓ

Þetta er frábært kakó fyrir hrákökur, nammikúlur, súkkulaðigerð og aðra eftirrétti.

Eitt af mínum uppáhalds heimagerðu súkkulaði er að blanda saman, kókosolíu, kakói, smá sætu og möndlusmjöri (val) í pott og hita með lágum hita. Hræra vel saman og setja síðan í lítil form og frysta í 30 mín.

APE KÓKOSBITAR CHIA

Hentugt snarl til að grípa sér þegar sykurþörfin eða svengdin kallar. Holl fita og trefjar sem redda manni þegar maður þarf á að halda. Krakkarnir elska þetta líka.

Það er aldrei að vita nema þú verðir ein af þeim heppnu sem færð að prófa allar þessar vörur ókeypis. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig til þátttöku í HIITFIT áskorun og taka þátt!


Sara Barðdal

Stofnandi HiiTFiT er móðir, ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition og viðskiptafræðingur frá HR. Í dag býr hún í Sonderborg í Danmörku ásamt tveimur drengjum og manni. Hún stofnaði HiiTFiT með það markmið í huga að allir hafi tækifæri á að upplifa þá vellíðan og kraft sem fylgir hreyfingu og að sinna heilsunni. Síðustu ár hefur kviknað brennandi áhugi hjá Söru að læra allt um kraft hugans og muninn hjá fólki sem nær árangri og þeim sem gera það ekki. Sara elskar allt sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu ásamt því að skrifa, deila og hvetja aðra í gegnum vinnu sína hjá HiiTFiT.

,,Að vera hraustur, fullur af orku og gleði er eitt af því dýrmætasta sem við getum upplifað í okkar lífi” segir Sara. Þegar móðir hennar Söru greindist með krabbamein fyrir 2008 skall það á henni að heilsa okkar skiptir öllu máli.

“Þér hefur verið gefinn einn líkami og þú þarft að hugsa vel um hann til þess að geta lifað lífinu til fulls með ástvinum, því um leið og heilsan er farin getur verið erfitt að snúa aftur.,,

 

 

Opnunartími verslunar

Alla daga frá kl.10:00 - 20:00

Heimilisfang

Faxafen 14, 108 Reykjavík

Sími

7793600

Netfang

veganbudin@veganbudin.is

Styrkir