Eitt af allra vinsælustu hráefnum grænkeramataræðisins er næringarger. Það hljómar ekki ljúffengt í eyru nýgræðinga en flest þau sem prófa ganga til liðs við aðdáendahópinn fjölmenna og hefja að dreifa þessum skrítnu flögum á nær hverja máltíð.
Næringarger eru litlar, gulleitar, þurrar flögur með einstakt bragð sem mörgum þykir minna á ostakeim. Þrátt fyrir hetiið er ekki um að ræða virkt ger, heldur er þetta einfrumungur úr svepparíkinu sem er ræktaður og svo þurrkaður með hita sem óvirkjar alla eiginleika sem við annars þekkjum í geri. Einfrumungar eru ekki dýr og er næringarger því fullkomlega vegan.
Næringarger inniheldur ýmisskonar nauðsynleg næringarefni, m.a. B12 vítamín og allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar. Næringarinnihaldið er misjafnt eftir tegundum og er hægt að velja um næringarger með ýmisskonar viðbættum vítamínum eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin er ekki sú að næringarger komi í stað annarrar næringar eða bætiefna heldur er það ljúffeng leið til að auka inntökuna örlítið með hverri máltíð. Flestir grænkerar neyta næringargers bragðsins vegna.
Nokkrar vinsælar leiðir til að njóta næringargers eru t.d.:
- Strá því yfir poppkorn
- Hræra saman við pottrétti, súpur og sósur (ath að magnið er þá allt frá matskeið upp í desilítra – meira en þú hefðir haldið)
- Strá yfir pizzur og pasta eða salöt
- Blandað saman við hrísgrjón, kínóa eða hirsi til að gera grunn að heitu salati
- Maukað saman við hummus til að dýpka bragðið
- …og þau harðsvíruðustu borða það jafnvel með skeið!
Vinsælasta næringargerið er Engevita með viðbættu B12 vítamíni. Það er á frábæru verði og mjög bragðgott:
Engevita fæst einnig enn ódýrara án viðbætts B12 vítamíns. Það inniheldur samt sem áður vítamínið en í minna magni:
Fyrir þau sem hafa áhuga á að bæta D vítamín inntöku sína er Engevita einnig með góðan valkost:
Þú getur líka fengið næringarger með D vítamíni og járni!:
Má bjóða þér næringargerið þitt lífrænt ræktað? Gjörðu svo vel!
Bragg’s næringargerið er frá Bandaríkjunum, frá áratuga gömlu fyrirtæki skemmtilegra “heilsuhippa”. Það er sú tegund sem oftast bregður fyrir í uppskriftum frá bandarískum grænkerum:
Notorious Nooch er splunkunýtt vörumerki sem býður upp á bragðbætt næringarger, bæði með viðbættu ostabragði:
…og beikonbragði: