Góðar fréttir! Vöruþróun í vegan rjómabransanum hefur verið ævintýraleg undanfarin ár og fást nú fjöldamargar tegundir þeyti- og matreiðslurjóma sem eru ljúffengir staðgenglar kúarjóma í hvaða uppskrift sem er.

Það sem nýir grænkerar læra fljótt er að vegan rjómi hefur mismunandi notkunarmöguleika og ekki er hægt að nota sömu rjómategundina bæði í kryddaðan mat og sætar kökur. Matreiðslurjóminn er þykkur og fituríkur en fljótandi. Hann er ósætur, stundum kryddaður, og þeytist ekki. Þeytirjóminn er sætur og fljótandi en þeytist líkt og kúarjómi eða kemur tilbúinn í þrýstibrúsa. Það er gott húsráð að eiga minnst eina fernu af hvoru til taks öllum stundum eða í það minnsta velja rjómann eftir þörfum hverju sinni. Fæst okkar vilja sætan vanillurjóma út í karrýið eða þunnfljótandi sojarjóma á marengsinn.

Matreiðslurjómi:

Provamel sojarjóminn klikkar aldrei og er með þeim hlutlausari á bragðið:

Isola kókosrjóminn er góður í indverska rétti og aðra sem þola vel smá viðbótar kókoskeim:

Isola hrísgrjónarjóminn er frábær valkostur fyrir þau sem vilja hvorki soja né glúten eða hafra:

Aito ókryddaður hafrarjómi hentar í næstum því alla matargerð:

Það sama á við um Oatly matreiðslurjómann sem er sívinsæll:

Viltu extra pipar í réttinn þinn? Aito hugsar fyrir öllu:

Þeytirjómi:

Nýjasta nýtt í vegan rjómaheiminum er léttur og loftkenndur þeytanlegur rjómi eins og Oatly Visp:

…og Aito þeytirjóminn:

Áður en þeir komu til sögunnar stóð Soyatoo vaktina með þéttum, þykkum rjóma sem tekur langan tíma að þeyta og verður aldrei eins loftkenndur og léttur, en mörgum þykja þeir ljúffengir.

Frá þeim er bæði til sojarjómi:

…og kókosrjómi:

Food Heaven sprauturjóminn er hins vegar allra nýjasti rjóminn hjá okkur og hann er ávanabindandi:

Hreinn kókosrjómi:

Eini rjóminn sem hálfpartinn virkar bæði í mat og deserta er hreinn kókosrjómi. Hann kemur niðursoðinn og inniheldur eingöngu feita hluta kókosmjólkurinnar, þykka rjómann sem leggst þétt ofan á kókosvatnið í hefðbundinni kókosmjólkurdós. Þessi rjómategund er mest notuð í indverska matargerð, bakstur, hrákökur og konfekt, en áður en allt ofangreint kom til sögunnar var hann einnig notaður sem þeytirjómi. Með dágóðum tíma og þolinmæði má fá hann til að þeytast örlítið og getur hann þannig passað vel með í ýmsum eftirréttum eða öðrum sætum réttum.

Cocofina er með lífrænan, 90% kókosrjóma án allra aukaefna:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Save my name, email, and website in this browser for the next time I comment.

Opnunartími verslunar

Alla daga frá kl.10:00 - 20:00

Heimilisfang

Faxafen 14, 108 Reykjavík

Sími

7793600

Netfang

veganbudin@veganbudin.is

Styrkir