Algengar spurningar

Get ég komið að versla eða þarf ég að panta fyrst?

Komdu fagnandi! Verslunin okkar í Faxafeni 14 er opin alla daga vikunnar frá 11-19 og þar er ennþá meira úrval en á netinu. Það er líka velkomið að panta og sækja.

Hver er afhendingartíminn?

Við gerum okkar allra besta til að hafa pantanir til eins fljótt og við getum. Allar pantanir sem berast fyrir kl 13.00 eru afgreiddar og sendar með pósti samdægurs nema þær innihaldi kælivöru, sem ekki er hægt að senda með pósti. Afhendingartími póstsins er 1-3 virkir dagar innanlands.

Gegn 1.499 kr gjaldi fást sendingar keyrðar heim samdægurs á virkum dögum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði sé pöntun gerð fyrir kl 13.00. Sé pantað eftir þann tíma er varan keyrð út næsta virka dag.

Ef þú valdir að sækja í verslun færðu tölvupóst með staðfestingu þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar.

Hver er sendingarkostnaðurinn?

Ef verslað er fyrir 5000 kr. eða meira er frí póstsending.

Sent á næsta pósthús: 499 kr.

Sent heim að dyrum með póstinum: 999 kr.

Keyrt heim innan sólarhrings (aðeins höfuðborgarsvæðið: 1.499 kr.)

Er hægt að skila vöru?

Samkvæmt lögum um fjarverslun má skila vörum úr netverslun, ónotuðum og í heilum, órofnum umbúðum innan 14 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar. Vegna covid faraldursins og almennra matvælaöryggissjónarmiða er skilavörum í flestum tilfellum hent en ekki seldar aftur.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um skemmda vöru sé að ræða eða ranga afgreiðslu pöntunar. Samsettum vörum, m.a. kössum sem seldir eru í einu lagi með blönduðum vörum, fæst aðeins skilað með öllu upprunalegu innihaldi í heilum, órofnum umbúðum. Ekki er hægt að skila hluta af vörum úr blönduðum kössum.

Get ég sótt í verslunina?

Já það er aldeilis hægt! Opið frá 11-19 alla daga.

Af hverju sendið þið kælivörur ekki með póstinum?

Ástæðan er sú að afhendingartími póstsins er of langur til að tryggja gæði kældra matvæla. Viðskiptavinir utan höfuðborgarsvæðisins geta óskað eftir afhendingu til flutningsaðila sem býður upp á kælivöruflutninga, t.d. Flytjandi, Landflutningar eða innanlandsflug. Sendu okkur línu ef þú vilt panta kæli- eða frystivöru út á land og við finnum út úr því.

Opnunartími verslunar

Alla daga frá kl.10:00 - 20:00

Heimilisfang

Faxafen 14, 108 Reykjavík

Sími

7793600

Netfang

veganbudin@veganbudin.is

Styrkir