Við gerum okkar allra besta til að hafa pantanir til eins fljótt og við getum. Allar pantanir sem berast fyrir kl 13.00 eru afgreiddar og sendar með pósti samdægurs nema þær innihaldi kælivöru, sem ekki er hægt að senda með pósti. Afhendingartími póstsins er 1-3 virkir dagar innanlands.
Gegn 1.499 kr gjaldi fást sendingar keyrðar heim samdægurs á virkum dögum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði sé pöntun gerð fyrir kl 13.00. Sé pantað eftir þann tíma er varan keyrð út næsta virka dag.
Ef þú valdir að sækja í verslun færðu tölvupóst með staðfestingu þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar.