Sýni 6 niðurstöður
Rjómakennt appelsínusúkkulaði er mjög vanmetin auðlind að okkar mati. Þetta er fullkomið beint úr pakkanum eða í hvaða bakstur og konfektgerð sem er!
Innihaldsefni: kakó (44%)(kakósmjör, kakómassi), sykur (34%), hrísgrjónaduft (20%), appelsínuolía (2%) (sólbómaolía, náttúruleg bragðefni), ýruefni (sólblómalesitín) og náttúruleg bragðefni.
Ofnæmisupplýsingar: framleitt í verksmiðju sem meðhöndlar heslihnetur.
Næringargildi í 100g: Orka 2352kJ/562kkal, Fita 38,5g, þar af mettuð 19,4g, Kolvetni 52,7g, þar af sykurtegundir 52,7, Prótein 3,9g, Salt 0,03g.
Lífrænt súkkulaði með hrísgrjónamjólk í stað kúamjólkur. Við skiljum ekki hvernig svona einföld uppskrift getur orðið að eins töfrandi mjúku mjólkur(leysis)súkkulaði, en suma galdra þarf ekki að útskýra – bara njóta. Ef þér finnst 20 grömm jafn lítill skammtur og okkur þá mælum við með 100 gramma plötunni fyrir lengra komin!
Innihaldsefni: kakó (45%)(kakósmjör, kakómassi), sykur (35%), hrísgrjónaduft (20%), ýruefni (sólblómalesitín og náttúruleg bragðefni.
Ofnæmisupplýsingar: framleitt í verksmiðju sem meðhöndlar heslihnetur.
Næringargildi í 100g: Orka 2440kJ/583kkal, Fita 40g, þar af mettuð 23,6g, Kolvetni 55,1g, þar af sykurtegundir 33,7, Prótein 3,0g, Salt 0,03g.
Léttstökkar súkkulaðismákökur eiga alltaf vel við, sama hvert tilefnið er – og þó pokinn sé endurlokanlegur hefur sjaldan reynt á þann möguleika. Þær eru einfaldlega of góðar með vermandi tebolla, rjúkandi kaffi, ískaldri möndlumjólk eða einar og sér þegar sælkerinn lætur á sér kræla.
Innihaldsefni: Glúten- og hveitilaust mjöl (maís, hrísgrjóna, kartöflu, tapíóka og bókhveitimjöl), óhert jurtasmjörlíki (grænmetisolíur (sjálfbær pálmaolía, repjuolía), vatn, salt, ýruefni (E475), náttúruleg litarefni (curcumin, annatto), náttúruleg bragðefni), sykur, kakó, ávaxtasafaþykkni (vínberja, epla, peru), náttúruleg vanilla, lyftiefni (mónókalsíumfosfat, matarsódi), xanthan gum.
Ofnæmisvaldar: Bakað í eldhúsi þar sem hnetur eru meðhöndlaðar
Næringargildi í 100g: Orka 1910kJ/456kkal, Fita 23,3g, þar af mettuð 8,5g, Kolvetni 59,6g, þar af sykurtegundir 25,6, Trefjar 2,34g, Prótein 3,4g, Salt 0,31g.
Þessar litlu kökur sóma sér jafn vel með kaffinu á rigningardegi eða innan um hátíðlegar kræsingar á jólaborðinu. Þær eru bkaðar af alúð og kærleika í litlu fjölskyldufyrirtæki á Írlandi, eru hæfilega sætar og bæði molna og bráðna í munni. Það skemmir ekki fyrir að þær eru glútenlausar og geta því fleiri notið þessa ljúfmetis.
Innihaldsefni: Glúten- og hveitilaust mjöl (maís, hrísgrjóna, kartöflu, tapíóka og bókhveitimjöl), óhert jurtasmjörlíki (grænmetisolíur (sjálfbær pálmaolía, repjuolía), vatn, salt, ýruefni (E475), náttúruleg litarefni (curcumin, annatto), náttúruleg bragðefni), sykur, ávaxtasafaþykkni (vínberja, epla, peru), náttúruleg vanilla, lyftiefni (mónókalsíumfosfat, matarsódi), xanthan gum.
Ofnæmisvaldar: Bakað í eldhúsi þar sem hnetur eru meðhöndlaðar
Næringargildi í 100g: Orka 1916kJ/457kkal, Fita 22,25g, þar af mettuð 7,75g, Kolvetni 61,55g, þar af sykurtegundir 18,2g, Trefjar 0,63g, Prótein 2,52g, Salt 0,34g.
Koladuftið frá Kiki Health er framleitt úr sjálfbærum kókoshnetum sem hafa verið hreinsaðar vandlega með gufu til að koma í veg fyrir að aukaefni úr umhverfinu fylgi með. “Activated charcoal”, eða lyfjakol eins og það er kallað á íslensku, er framleitt úr kókoshnetuskelinni með því að kolagera hana í gríðarlegum hita. Með því fæst koladuft sem hefur einstaka uppsogseiginleika og getur bundið margfalda þyngd sína af ýmsum efnum.
Lyfjakol eru oft notuð í lækningaskyni ef tekið hefur verið inn eitur þar sem það getur bundið skaðlega efnið og skilað því út úr líkamanum án þess að það hafi frekari áhrif. Inntaka lyfjakola í heilsubótarskyni er hins vegar miðað við mjög litla skammta og er hugmyndin sú að binda mögulega skaðvalda í meltingarveginum og losa þá út með skaðlausum hætti. Að sama skapi er hægt að nota koladuftið til hreinsunar á húð eða tönnum, t.d. með því að blanda því saman við kókosolíu, nudda vel á yfirborðið og skola svo vel af.
Áhrif af inntöku koladufts eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir hreinsandi og losandi áhrif frá meltingarvegi, annað telur það draga úr vindverkjum og vindgangi.
Mælt er með að taka 1 gramm af koladufti í hvert sinn, t.d. blandað út í vatn. Athugið að vegna eiginleika kolanna ber að varast að taka þau á sama tíma og lyf þar sem þau geta dregið úr virkni þeirra.
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.