Sýni 3 niðurstöður
Rjómakennt appelsínusúkkulaði er mjög vanmetin auðlind að okkar mati. Þetta er fullkomið beint úr pakkanum eða í hvaða bakstur og konfektgerð sem er!
Innihaldsefni: kakó (44%)(kakósmjör, kakómassi), sykur (34%), hrísgrjónaduft (20%), appelsínuolía (2%) (sólbómaolía, náttúruleg bragðefni), ýruefni (sólblómalesitín) og náttúruleg bragðefni.
Ofnæmisupplýsingar: framleitt í verksmiðju sem meðhöndlar heslihnetur.
Næringargildi í 100g: Orka 2352kJ/562kkal, Fita 38,5g, þar af mettuð 19,4g, Kolvetni 52,7g, þar af sykurtegundir 52,7, Prótein 3,9g, Salt 0,03g.
Lífrænt súkkulaði með hrísgrjónamjólk í stað kúamjólkur. Við skiljum ekki hvernig svona einföld uppskrift getur orðið að eins töfrandi mjúku mjólkur(leysis)súkkulaði, en suma galdra þarf ekki að útskýra – bara njóta. Ef þér finnst 20 grömm jafn lítill skammtur og okkur þá mælum við með 100 gramma plötunni fyrir lengra komin!
Innihaldsefni: kakó (45%)(kakósmjör, kakómassi), sykur (35%), hrísgrjónaduft (20%), ýruefni (sólblómalesitín og náttúruleg bragðefni.
Ofnæmisupplýsingar: framleitt í verksmiðju sem meðhöndlar heslihnetur.
Næringargildi í 100g: Orka 2440kJ/583kkal, Fita 40g, þar af mettuð 23,6g, Kolvetni 55,1g, þar af sykurtegundir 33,7, Prótein 3,0g, Salt 0,03g.
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.