Karfan þín

Engar vörur í körfunni.

Um okkur

Pantað á netinu

Hér á vefnum má finna hluta þess vöruvals sem við bjóðum upp á. Þú getur skoðað úrvalið úr sófanum, pantað og fengið sent heim að dyrum eða pantað og sótt til okkar í Faxafen 14.
Við munum auka vöruúrvalið í netversluninni jafnt og þétt til að koma til móts við sístækkandi hóp sem kýs að versla í matinn á netinu.

Verslað á staðnum

Í Faxafeni 14 er verslunin okkar opin alla daga vikunnar frá kl 11-19. Þar bjóðum við upp á fjölbreytt úrval matvara, bætiefna og sérvöru. Nær vikulega bætast spennandi nýjungar við úrvalið og markmiðið er að opna stærsta umbúðalausa þurrvörubar landsins og girnilegt úrval af ferskum ávöxtum og grænmeti áður en langt um líður.

Vöruvalið

Við leggjum okkur fram um að eiga úrval af grunnhráefnum og nauðsynjum á mjög hagstæðu verði. Lífrænar afurðir eru í sérstakri áherslu hjá okkur vegna umhverfisverndarsjónarmiða og þar sem dýraríkinu er betur borgið með minnkandi notkun skordýraeiturs og skaðlegra framleiðsluaðferða. 

Til viðbótar við grunnvöruvalið bjóðum við upp á mikið úrval af sérhæfðari vörum og vandaðri sælkeravörum sem fást jafnan ekki í öðrum verslunum hérlendis. Það er okkur hjartans mál að hjá okkur sé bæði hægt að gera hagstæð, hversdagsleg heimilisinnkaup og njóta þess að velja um ýmiss konar góðgæti og lúxus við hvaða tilefni sem er.

Vöruval okkar er ekki einskorðað við lífræna framleiðslu eða umhverfisvænstu pakkningarnar en við stefnum á að bjóða fjölbreytt úrval valkosta í hverjum vöruflokki og verðbil sem er aðgengilegt fyrir hvaða heimili sem er. 

Markmið okkar er að viðskiptavinir geti gert stóran hluta innkaupa sinna hjá okkur og við hvetjum til verðsamanburðar á helstu nauðsynja- og grunnvörum. 

Fólkið

Veganbúðin er einkarekin verslun í eigu Veganmatar ehf, sem er nokkurra ára gamalt fjölskyldufyrirtæki. Eigendur þess eru Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Magnús Reyr Agnarsson, Rósa María Hansen og Benjamin Lestage sem öll hafa verið vegan af dýraverndunarástæðum árum saman. 

Rekstur verslunarinnar og fyrirtækisins í heild byggist á einlægum hugsjónum eigenda og starfsfólks sem öll líta á starf sitt sem framlag til betri heims. Með því að byggja upp úrval og aðgengi almennings að girnilegum vegan valkostum samhliða fræðslu og þjónustu getum við lagt okkar af mörkum til að auka neyslu grænkerafæðis og draga þannig úr neyslu á dýrum. 

Sagan

Veganbúðin opnaði fyrst sem netverslun þann 1. nóvember 2018. Til að byrja með var vöruvalið mjög takmarkað, eða u.þ.b. 30 vörur. Móttökurnar voru strax mjög hvetjandi og óx vöruvalið hratt og örugglega. Í Veganúar 2019 var ákveðið að opna lítið útibú í 30 fermetra rými á Strandgötu í Hafnarfirði alla laugardaga frá klukkan 12 – 16.

Það var svo í lok mars 2020 að verslunin opnaði í margfalt stærra rými að Faxafeni 14 í Reykjavík. Síðan þá hefur vöruvalið margfaldast og stendur til að þróa það enn frekar á næstu mánuðum og árum. Með dyggum stuðningi viðskiptavina er Veganbúðin komin til að vera sem grasrótarmiðstöð og uppspretta þekkingarmiðlunar og jákvæðrar uppbyggingar grænkeramiðaðra neysluhátta.

 

Opnunartími verslunar

Alla daga frá kl.10:00 - 20:00

Heimilisfang

Faxafen 14, 108 Reykjavík

Sími

7793600

Netfang

veganbudin@veganbudin.is

Styrkir