Við leggjum okkur fram um að eiga úrval af grunnhráefnum og nauðsynjum á mjög hagstæðu verði. Lífrænar afurðir eru í sérstakri áherslu hjá okkur vegna umhverfisverndarsjónarmiða og þar sem dýraríkinu er betur borgið með minnkandi notkun skordýraeiturs og skaðlegra framleiðsluaðferða.
Til viðbótar við grunnvöruvalið bjóðum við upp á mikið úrval af sérhæfðari vörum og vandaðri sælkeravörum sem fást jafnan ekki í öðrum verslunum hérlendis. Það er okkur hjartans mál að hjá okkur sé bæði hægt að gera hagstæð, hversdagsleg heimilisinnkaup og njóta þess að velja um ýmiss konar góðgæti og lúxus við hvaða tilefni sem er.
Vöruval okkar er ekki einskorðað við lífræna framleiðslu eða umhverfisvænstu pakkningarnar en við stefnum á að bjóða fjölbreytt úrval valkosta í hverjum vöruflokki og verðbil sem er aðgengilegt fyrir hvaða heimili sem er.
Markmið okkar er að viðskiptavinir geti gert stóran hluta innkaupa sinna hjá okkur og við hvetjum til verðsamanburðar á helstu nauðsynja- og grunnvörum.