UM OKKUR

image10

Þetta snýst allt um veganisma

Veganbúðin var stofnuð 2019 og hefur frá upphafi kappkostað að bjóða sem breiðast vöruúrval.  Eins og nafnið gefur til kynna eru eingöngu vegan vörur til sölu og því alveg óþarfi að tékka innihaldslýsingar - þvílíkur lúxus fyrir þá sem neyta ekki dýraafurða.

Á vormánuðum 2023 urðu eigendaskipti þar sem Vegan Junk ehf. undir forystu Daníels Ivánovics keypti allt hlutafé í Veganbúðinni.

Vegan Junk hefur um árabil rekið vegan skyndibitastaðinn Junkyard, fyrst á Akranesi, svo í Skeifunni en staðurinn er nú staðsettur á gömlu Shell bensínstöðinni við Kleppsveg.

Einnig hefur Vegan Junk framleitt vegan samlokur og vegan sósur sem hafa verið seldar á fjölmörgum stöðum, þar á meðal í verslunum Hagkaups.

 

Hafðu samband:

image5-about-us
image6-about-us