339 kr.
Innihaldslýsing: Hafraþykkni (vatn, glútenlausir heilir hafrar 12%), peru-vanilluþykkni (peruþykkni, vatn, perur, náttúruleg bragðefni, bindiefni (pektín), sýrustillir (sítrónusýra), vanilla), repjuolía, kalk, bindiefni (pektín, karóbgúmmí), litarefni (koparsameindir úr blaðgrænu), sýrustillir (eplasýra), ríbóflavín (B2 vítamín), fólínsýra, joð, D2 vítamín, B12 vítamín. Perur eru 3,6% af innihaldi.
Næringargildi í 100g: Orka 341kJ/81kkal, Fita 3,0g, þar af mettuð 0,3g, Kolvetni 11,0g, þar af sykurtegundir 8,7g, Prótein 1,8g, Salt 0,0g.
Á lager
Koladuftið frá Kiki Health er framleitt úr sjálfbærum kókoshnetum sem hafa verið hreinsaðar vandlega með gufu til að koma í veg fyrir að aukaefni úr umhverfinu fylgi með. “Activated charcoal”, eða lyfjakol eins og það er kallað á íslensku, er framleitt úr kókoshnetuskelinni með því að kolagera hana í gríðarlegum hita. Með því fæst koladuft sem hefur einstaka uppsogseiginleika og getur bundið margfalda þyngd sína af ýmsum efnum.
Lyfjakol eru oft notuð í lækningaskyni ef tekið hefur verið inn eitur þar sem það getur bundið skaðlega efnið og skilað því út úr líkamanum án þess að það hafi frekari áhrif. Inntaka lyfjakola í heilsubótarskyni er hins vegar miðað við mjög litla skammta og er hugmyndin sú að binda mögulega skaðvalda í meltingarveginum og losa þá út með skaðlausum hætti. Að sama skapi er hægt að nota koladuftið til hreinsunar á húð eða tönnum, t.d. með því að blanda því saman við kókosolíu, nudda vel á yfirborðið og skola svo vel af.
Áhrif af inntöku koladufts eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir hreinsandi og losandi áhrif frá meltingarvegi, annað telur það draga úr vindverkjum og vindgangi.
Mælt er með að taka 1 gramm af koladufti í hvert sinn, t.d. blandað út í vatn. Athugið að vegna eiginleika kolanna ber að varast að taka þau á sama tíma og lyf þar sem þau geta dregið úr virkni þeirra.
Kalkið frá Together er unnið á sjálfbæran hátt úr sjávargróðri frá ströndum Íslands. Gróðurinn hefur dregið í sig fjölbreytt stein- og snefilefni, ásamt kalki, sem öll skila sér alla leið í pakkann. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni í hvert hylki.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Lithothamnion Calcareum seaweed* providing Calcium. Vegecap (vegetable cellulose)
*For the full Trace Mineral breakdown click here.
Magn næringarefna í tveimur hylkjum: kalk 384mg (48% RDS)
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Rjómakennt appelsínusúkkulaði er mjög vanmetin auðlind að okkar mati. Þetta er fullkomið beint úr pakkanum eða í hvaða bakstur og konfektgerð sem er!
Innihaldsefni: kakó (44%)(kakósmjör, kakómassi), sykur (34%), hrísgrjónaduft (20%), appelsínuolía (2%) (sólbómaolía, náttúruleg bragðefni), ýruefni (sólblómalesitín) og náttúruleg bragðefni.
Ofnæmisupplýsingar: framleitt í verksmiðju sem meðhöndlar heslihnetur.
Næringargildi í 100g: Orka 2352kJ/562kkal, Fita 38,5g, þar af mettuð 19,4g, Kolvetni 52,7g, þar af sykurtegundir 52,7, Prótein 3,9g, Salt 0,03g.
Vinsælasta vara Kiki Health á Íslandi er óumdeilanlega þessi litli bjargvættur. Í hylkjunum er aloe ferox jurtin, frostþurrkuð, heil og möluð, án allra aukaefna. Líkt og aloe ferox safinn hefur þessi vara áhrif á meltinguna en hér er um að ræða nokkuð öflugri áhrif. Mælt er með að taka eitt hylki með mat að kvöldi í 2 til 4 daga eða eftir þörfum. Inntaka hylkjanna getur valdið hægðalosandi áhrifum og ætti ekki að taka þau inn ef hægðir eru reglulegar eða lausar.
Notið ekki á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur.
Í Ekvador vaxa “Arriba Nacional” kakóbaunirnar sem notaðar eru í lífræna kakóduftið frá Kiki Health. Þær eru ræktaðar í steinefnaríkum jarðvegi hátt yfir sjávarmáli þar sem eldfjallaaska hefur gefið moldinni einstaka nærandi eiginleika. Kakóbaunirnar eru sólþurrkaðar eftir tínslu og malaðar í duft.
Bragðið er kraftmikið og djúpt súkkulaðibragð með örlitlum berjakeimi og léttum kaffitónum.
Sérgrein fólksins á bak við Kiki Health er að leita uppi einstök gæði hvar sem þau er að finna í heiminum og koma þeim í handhægar umbúðir með sem lægstum tilkostnaði. Það markmið hefur tekist sérlega vel þegar kemur að lífræna túrmerik duftinu þeirra sem ræktað er í Indlandi, frostþurrkað og malað. Í gegnum allt framleiðsluferlið er þess gætt að skaðleg efni komist hvergi nærri jurtinni, allt frá umhverfi akranna til meðhöndlunar í þurrkun og pökkun.
Kosti túmeriks þarf vart að tíunda en það er þekkt fyrir bólgueyðandi og ónæmisstyrkjandi eiginleika sína auk þess að vera dásamlegt krydd og ómissandi í indverskum karrýréttum. Bættu klípu af túrmeriki í sem flestar máltíðir til að njóta áhrifanna sem best.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270