3.199 kr.
Handhægur úði með fólínsýru. Inniheldur 400μg af fólínsýru í hverjum 4 úðaskömmtum.
Innihaldslýsing: Water, diluent (xylitol), preservative (potassium sorbate), acidity regulator (citric acid), folic acid [as (6S)-5-methyltetrafolic acid, glucosamine salt (Quatrefolic®)], flavouring (natural blueberry).
Á lager
Lion’s Mane – ljónsmakkasveppurinn vex á trjám og hefur m.a. verið notaður í stað kjöts í matargerð meðal sumra þjóða. Í dag er hann fyrst og fremst notaður sem fæðubót líkt og í þessu drykkjardufti. Í myndbandinu hér að neðan útskýrir hinn finnski Tero nánar virkni sveppsins.
Einnig er burnirót að finna í þessari blöndu ásamt myntu, rósaberjum og stevíu.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=ClAVNte8OXI[/embed]
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
MSM duftið er mörgum framandi en það er einfaldlega hreinn brennisteinn sem er nauðsynlegur byggingu kollagens, elastíns, brjósks og keratíns í líkamanum og endurnýjun frumna og vefja líkamans. Það hefur því verið vinsælt bætiefni fyrir húð, hár, neglur og liði.
Þessi vara frá Kiki Health inniheldur hreint MSM án allra fylli- og aukaefna. Mælt er með að hræra hálfa teskeið af duftinu út í vatn eða safa og drekka tvisvar á dag. Bragðið er beiskt og áferðin minnir á fínan sand en það hefur lítið sem ekkert eftirbragð og venst hratt.
Together Night Time magnesíumblandan inniheldur öll fimm virku form magnesíums sem finnast í náttúrunni ásamt jurtum sem taldar eru stuðla að aukinni slökun. Tvö hylki innihalda 180 mg af magnesíum sem unnið hefur verið á náttúrulegan hátt og pakkað í hylki án fylli- og aukaefna. Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Magnesium from purified sea water, Griffonia extract providing 5-HTP (Griffonia simplicifolia), Hop extract (Humulus lupulus), Lithothamnium seaweed. Vegecap (vegetable cellulose).
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Slippery Elm frá Kiki Health er fengið innan úr trjáberki lífrænt ræktaðra trjáa, þurrkað við lágan hita og malað í þetta fíngerða duft sem nota má bæði til inntöku eða á húð. Þessi jurt hefur almennt verið notuð til að bæta meltingu og draga úr ertingu vegna brjóstsviða eða hálsbólgu. Mælt er með að hræra einni teskeið af duftinu út í 250 ml af vökva og drekka fyrir svefninn.
Ef nota á duftið á húð er gott að blanda því við lítið magn af vatni svo þykkt mauk myndist sem hægt er að bera á viðkvæma bletti og láta þorna. Varist að bera á opin sár, notið aðeins á væga og tímabundna ertingu í húð en leitið læknis ef um alvarleg eða viðvarandi húðvandamál er að ræða.
Sérgrein fólksins á bak við Kiki Health er að leita uppi einstök gæði hvar sem þau er að finna í heiminum og koma þeim í handhægar umbúðir með sem lægstum tilkostnaði. Það markmið hefur tekist sérlega vel þegar kemur að lífræna túrmerik duftinu þeirra sem ræktað er í Indlandi, frostþurrkað og malað. Í gegnum allt framleiðsluferlið er þess gætt að skaðleg efni komist hvergi nærri jurtinni, allt frá umhverfi akranna til meðhöndlunar í þurrkun og pökkun.
Kosti túmeriks þarf vart að tíunda en það er þekkt fyrir bólgueyðandi og ónæmisstyrkjandi eiginleika sína auk þess að vera dásamlegt krydd og ómissandi í indverskum karrýréttum. Bættu klípu af túrmeriki í sem flestar máltíðir til að njóta áhrifanna sem best.
Koladuftið frá Kiki Health er framleitt úr sjálfbærum kókoshnetum sem hafa verið hreinsaðar vandlega með gufu til að koma í veg fyrir að aukaefni úr umhverfinu fylgi með. “Activated charcoal”, eða lyfjakol eins og það er kallað á íslensku, er framleitt úr kókoshnetuskelinni með því að kolagera hana í gríðarlegum hita. Með því fæst koladuft sem hefur einstaka uppsogseiginleika og getur bundið margfalda þyngd sína af ýmsum efnum.
Lyfjakol eru oft notuð í lækningaskyni ef tekið hefur verið inn eitur þar sem það getur bundið skaðlega efnið og skilað því út úr líkamanum án þess að það hafi frekari áhrif. Inntaka lyfjakola í heilsubótarskyni er hins vegar miðað við mjög litla skammta og er hugmyndin sú að binda mögulega skaðvalda í meltingarveginum og losa þá út með skaðlausum hætti. Að sama skapi er hægt að nota koladuftið til hreinsunar á húð eða tönnum, t.d. með því að blanda því saman við kókosolíu, nudda vel á yfirborðið og skola svo vel af.
Áhrif af inntöku koladufts eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir hreinsandi og losandi áhrif frá meltingarvegi, annað telur það draga úr vindverkjum og vindgangi.
Mælt er með að taka 1 gramm af koladufti í hvert sinn, t.d. blandað út í vatn. Athugið að vegna eiginleika kolanna ber að varast að taka þau á sama tíma og lyf þar sem þau geta dregið úr virkni þeirra.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270