499 kr.
Líftími: 90 dagar frá framleiðslu í kæli. Neytið innan fjögurra daga frá opnun pakkans. Athugið að vegna tímafrekra flutninga til landsins er langt liðið á líftíma vörunnar þegar hún kemur í hendur okkar og mælum við með að kaupa til notkunar sem fyrst.
Innihaldslýsing: Vatn, sólblómaolía, fituskert möndlumjöl (12%), paprika (11%), laukur, tómatar, sítrónusafi, paprikuduft (1%) sjávarsalt, krydd, hrásykur.
Næringargildi í 100gr: Orka 1075kJ/260kkal, Fita 24, þar af mettuð 2,5g, Kolvetni 3,7g, þar af sykurtegundir 2,1g, Trefjar 2,8g, Prótein 6g, Salt 1,6g.
Athugið að þessi vara er kælivara: Til að tryggja ferskleika eru kælivörur ekki sendar með póstinum. Pantanir sem innihalda kælivörur eru því eingöngu afhentar á staðnum (sjá opnunartíma lagers) eða keyrðar út innan sólarhrings (1.499 kr).
Ekki til á lager
Alkaline Infusion er fíngert duft sem leysist vel upp í köldu vatni. Það hefur milt og gott bragð og inniheldur góða blöndu steinefna. Það er frábært sem almennt bætiefni, sem sportdrykkur eða frískandi drykkur hvenær sem er.
Blandið 2 teskeiðum af duftinu út í vatn eða safa. Gott er að blanda Alkaline Infusion saman við ýmiss konar grænt ofurfæðisduft til að auka næringargildi og bragðbæta.
Innihald: sítrónuduft, inúlín (vatnsleysanlegar trefjar) (34%), kalíum sítrat, kalk sítrat, magnesíum sítrat, C vítamín, bambusduft, acerola berjaduft. Lífrænt vottuð vara.
Vinsælasta vara Kiki Health á Íslandi er óumdeilanlega þessi litli bjargvættur. Í hylkjunum er aloe ferox jurtin, frostþurrkuð, heil og möluð, án allra aukaefna. Líkt og aloe ferox safinn hefur þessi vara áhrif á meltinguna en hér er um að ræða nokkuð öflugri áhrif. Mælt er með að taka eitt hylki með mat að kvöldi í 2 til 4 daga eða eftir þörfum. Inntaka hylkjanna getur valdið hægðalosandi áhrifum og ætti ekki að taka þau inn ef hægðir eru reglulegar eða lausar.
Notið ekki á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur.
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.
Lífræna hamppróteinið frá Kiki Health er ræktað í Englandi þar sem plantan er nýtt einstaklega vel. Allir hlutar hennar eru notaðir í ýmsa framleiðslu en bestu fræ plöntunnar eru nýtt til próteinframleiðslunnar. Eftir að þau lakari hafa verið tínd frá, til notkunar í annars konar vörur, eru hin útvöldu kaldpressuð og þurrkuð og úr þeim er próteinduftið unnið. Það skilar sér óblandað og hreint alla leið þar sem engum viðbótarefnum er blandað við það. Þar sem fræin eru varfærnislega meðhöndluð fylgir fjölbreytt næring með próteininu alla leið og er m.a. mikið af magnesíumi, járni, kopar og mangani í þessu próteindufti frá náttúrunnar hendi auk þess sem það inniheldur omega 3 og 6 fitusýrur.
Hampprótein er nokkru grófara í áferð en mörg önnur jurtaprótein og þar sem Kiki Health próteinið er óblandað er gott að nota það í smoothies eða blanda saman við annan mat. Fyrir þau sem ekki hafa notað hampprótein áður er mælt með að byrja á 1 tsk í hvern skammt og auka magnið smám saman meðan bragð og áferð eru að venjast.
Koladuftið frá Kiki Health er framleitt úr sjálfbærum kókoshnetum sem hafa verið hreinsaðar vandlega með gufu til að koma í veg fyrir að aukaefni úr umhverfinu fylgi með. “Activated charcoal”, eða lyfjakol eins og það er kallað á íslensku, er framleitt úr kókoshnetuskelinni með því að kolagera hana í gríðarlegum hita. Með því fæst koladuft sem hefur einstaka uppsogseiginleika og getur bundið margfalda þyngd sína af ýmsum efnum.
Lyfjakol eru oft notuð í lækningaskyni ef tekið hefur verið inn eitur þar sem það getur bundið skaðlega efnið og skilað því út úr líkamanum án þess að það hafi frekari áhrif. Inntaka lyfjakola í heilsubótarskyni er hins vegar miðað við mjög litla skammta og er hugmyndin sú að binda mögulega skaðvalda í meltingarveginum og losa þá út með skaðlausum hætti. Að sama skapi er hægt að nota koladuftið til hreinsunar á húð eða tönnum, t.d. með því að blanda því saman við kókosolíu, nudda vel á yfirborðið og skola svo vel af.
Áhrif af inntöku koladufts eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir hreinsandi og losandi áhrif frá meltingarvegi, annað telur það draga úr vindverkjum og vindgangi.
Mælt er með að taka 1 gramm af koladufti í hvert sinn, t.d. blandað út í vatn. Athugið að vegna eiginleika kolanna ber að varast að taka þau á sama tíma og lyf þar sem þau geta dregið úr virkni þeirra.
Body Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270