3.999 kr.
Innihaldslýsing: C8 caprylic fitusýrur úr kókoshnetum.
Næringargildi í 100g: Orka 3149kJ/753kkal, Fita 93,3g, þar af mettuð 93,3g, Kolvetni 0g, þar af sykurtegundir 09g, Prótein 0g, Salt 0g.
Á lager
MSM duftið er mörgum framandi en það er einfaldlega hreinn brennisteinn sem er nauðsynlegur byggingu kollagens, elastíns, brjósks og keratíns í líkamanum og endurnýjun frumna og vefja líkamans. Það hefur því verið vinsælt bætiefni fyrir húð, hár, neglur og liði.
Þessi vara frá Kiki Health inniheldur hreint MSM án allra fylli- og aukaefna. Mælt er með að hræra hálfa teskeið af duftinu út í vatn eða safa og drekka tvisvar á dag. Bragðið er beiskt og áferðin minnir á fínan sand en það hefur lítið sem ekkert eftirbragð og venst hratt.
Túrmerik er rót sem þekkt er fyrir bólgueyðandi og almenna heilsubætandi eiginleika sína. Með því að taka hana inn með svörtum pipar aukast áhrifin umtalsvert og því innihalda hylkin hann líka. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Turmeric root (Curcuma longa); Black pepper extract (piper nigrum root). Vegecap (vegetable cellulose)
*A non-candida yeast. No known allergic reactions.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Þetta barnvæna omega3 bætiefni er ætlað börnum á aldrinum 3-7 ára. Það inniheldur engin ónáttúruleg litarefni, rotvarnarefni, ger eða sætuefni. Það er í hlaupformi og því auðvelt að fá flest börn til að taka dagsskammtinn sinn. Mælt er með 1-2 stykkjum á dag með eða án matar og gott er að drekka vatn á eftir. Hvettu barnið til að tyggja hlaupið vel.
Bætiefni koma ekki í stað fjölbreytts mataræðis. Takið ekki inn meira en ráðlagðan skammt og leitið ráðlegginga læknis ef vafi er um þörf barnsins fyrir bætiefni eða það hefur óþol eða ofnæmi.
Innihaldslýsing: Wheat Glucose Syrup, Sugar, Flaxseed Oil, Gelling Agent: Fruit Pectin, Acidity Regulators: Citric Acid & Potassium Citrate, Natural Orange Flavouring, Coating: Vegetable Oil (Coconut Oil, Rape Seed Oil) and Glazing Agent (Carnauba Wax).
NÆRINGARGILDI | MEÐALTAL Í 2 STK | % RDS* |
---|---|---|
Flaxseed Oil | 450 mg | — |
providing: | ||
Omega-3 (ALA) | 225 mg | — |
Omega-6 (LA) | 50 mg | — |
*RDS – Ráðlagður dagsskammtur |
Vinsælasta vara Kiki Health á Íslandi er óumdeilanlega þessi litli bjargvættur. Í hylkjunum er aloe ferox jurtin, frostþurrkuð, heil og möluð, án allra aukaefna. Líkt og aloe ferox safinn hefur þessi vara áhrif á meltinguna en hér er um að ræða nokkuð öflugri áhrif. Mælt er með að taka eitt hylki með mat að kvöldi í 2 til 4 daga eða eftir þörfum. Inntaka hylkjanna getur valdið hægðalosandi áhrifum og ætti ekki að taka þau inn ef hægðir eru reglulegar eða lausar.
Notið ekki á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur.
Body Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Lífræna hamppróteinið frá Kiki Health er ræktað í Englandi þar sem plantan er nýtt einstaklega vel. Allir hlutar hennar eru notaðir í ýmsa framleiðslu en bestu fræ plöntunnar eru nýtt til próteinframleiðslunnar. Eftir að þau lakari hafa verið tínd frá, til notkunar í annars konar vörur, eru hin útvöldu kaldpressuð og þurrkuð og úr þeim er próteinduftið unnið. Það skilar sér óblandað og hreint alla leið þar sem engum viðbótarefnum er blandað við það. Þar sem fræin eru varfærnislega meðhöndluð fylgir fjölbreytt næring með próteininu alla leið og er m.a. mikið af magnesíumi, járni, kopar og mangani í þessu próteindufti frá náttúrunnar hendi auk þess sem það inniheldur omega 3 og 6 fitusýrur.
Hampprótein er nokkru grófara í áferð en mörg önnur jurtaprótein og þar sem Kiki Health próteinið er óblandað er gott að nota það í smoothies eða blanda saman við annan mat. Fyrir þau sem ekki hafa notað hampprótein áður er mælt með að byrja á 1 tsk í hvern skammt og auka magnið smám saman meðan bragð og áferð eru að venjast.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270