269 kr. – 4.999 kr.
Chaga sveppurinn vex villtur á birkitrjám á norðurhveli jarðar og er talinn hafa fjölbreytt heilsubætandi áhrif á líkamann. Hann er einstaklega andoxunarríkur og í honum má einnig finna ýmis steinefni. Finnsku nördarnir á bak við þessa vöru hafa blandað síberísku ginsengi við sveppaduftið til að efla áhrifin ásamt myntu og rósaberjum sem gefa ferskt bragð og aukaskammt af C-vítamíni.
Í myndbandinu hér fyrir neðan segir stofnandi fyrirtækisins, hann Tero frá sveppnum og útskýrir nánar hvernig hægt er að nota þessa ljúfu blöndu.
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
Alkaline Infusion er fíngert duft sem leysist vel upp í köldu vatni. Það hefur milt og gott bragð og inniheldur góða blöndu steinefna. Það er frábært sem almennt bætiefni, sem sportdrykkur eða frískandi drykkur hvenær sem er.
Blandið 2 teskeiðum af duftinu út í vatn eða safa. Gott er að blanda Alkaline Infusion saman við ýmiss konar grænt ofurfæðisduft til að auka næringargildi og bragðbæta.
Innihald: sítrónuduft, inúlín (vatnsleysanlegar trefjar) (34%), kalíum sítrat, kalk sítrat, magnesíum sítrat, C vítamín, bambusduft, acerola berjaduft. Lífrænt vottuð vara.
Þetta barnvæna fjölvítamín er ætlað börnum á aldrinum 3-7 ára. Það inniheldur engin ónáttúruleg litarefni, rotvarnarefni, ger eða sætuefni. Það er í hlaupformi og því auðvelt að fá flest börn til að taka dagsskammtinn sinn. Mælt er með 1-2 stykkjum á dag með eða án matar og gott er að drekka vatn á eftir. Hvettu barnið til að tyggja hlaupið vel.
Bætiefni koma ekki í stað fjölbreytts mataræðis. Takið ekki inn meira en ráðlagðan skammt og leitið ráðlegginga læknis ef vafi er um þörf barnsins fyrir bætiefni eða það hefur óþol eða ofnæmi.
Innihaldslýsing: Ingredients: Wheat Glucose Syrup, Sugar, Gelling Agent: Fruit Pectin, Inulin, Acidity Regulators: Citric Acid & Potassium Citrate, Vitamin Blend (Vitamin C [Ascorbic Acid], Vitamin E [as D-Alpha Tocopheryl Acetate], Niacin [as Nicotinamide], Vitamin A [Vitamin A Acetate], Vitamin D3 [Cholecalciferol (Vegan)], Pantothenic Acid [as Calcium Salt], Vitamin B6 [as Pyridoxine HCl], Vitamin B1 [as Thiamin Chlorhydrate], Riboflavin, Folic Acid, D-Biotin, Vitamin B12 [as Cyanocobalamin]), Red Carrot Concentrate Juice, Natural Strawberry Flavouring, Coating: Vegetable Oil (Coconut Oil, Rape Seed Oil) and Glazing Agent (Carnauba Wax).
NÆRINGARGILDI | MEÐALTAL Í 2 STK | % RDS* |
---|---|---|
Inulin | 80 mg | — |
Vitamin A (1333 IU) | 400 µg RE | 50 |
Vitamin D (as D3 400 IU) | 10 µg | 200 |
Vitamin E | 5 mg a-TE | 42 |
Vitamin C | 30 mg | 38 |
Thiamin (Vitamin B1) | 0.7 mg | 64 |
Riboflavin (Vitamin B2) | 0.8 mg | 57 |
Niacin (Vitamin B3) | 4.8 mg NE | 30 |
Vitamin B6 | 1 mg | 71 |
Folacin (Folic Acid) | 100 µg | 50 |
Vitamin B12 | 0.5 µg | 20 |
Biotin | 75 µg | 150 |
Pantothenic Acid | 3 mg | 50 |
*RDS – Ráðlagður dagsskammtur |
Slippery Elm frá Kiki Health er fengið innan úr trjáberki lífrænt ræktaðra trjáa, þurrkað við lágan hita og malað í þetta fíngerða duft sem nota má bæði til inntöku eða á húð. Þessi jurt hefur almennt verið notuð til að bæta meltingu og draga úr ertingu vegna brjóstsviða eða hálsbólgu. Mælt er með að hræra einni teskeið af duftinu út í 250 ml af vökva og drekka fyrir svefninn.
Ef nota á duftið á húð er gott að blanda því við lítið magn af vatni svo þykkt mauk myndist sem hægt er að bera á viðkvæma bletti og láta þorna. Varist að bera á opin sár, notið aðeins á væga og tímabundna ertingu í húð en leitið læknis ef um alvarleg eða viðvarandi húðvandamál er að ræða.
Lion’s Mane – ljónsmakkasveppurinn vex á trjám og hefur m.a. verið notaður í stað kjöts í matargerð meðal sumra þjóða. Í dag er hann fyrst og fremst notaður sem fæðubót líkt og í þessu drykkjardufti. Í myndbandinu hér að neðan útskýrir hinn finnski Tero nánar virkni sveppsins.
Einnig er burnirót að finna í þessari blöndu ásamt myntu, rósaberjum og stevíu.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=ClAVNte8OXI[/embed]
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
Together fjölvítamínið hefur verið unnið á náttúrulegan hátt og pakkað í hylki án fylli- og aukaefna. Samsetning næringarefna er sérstaklega aðlöguð að þörfum karlmannslíkamans.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Yeast concentrate1 providing: Iron, Selenium, Zinc, Copper, GTF Chromium, Iodine, Niacin, Pantothenic Acid, Riboflavin, Vitamin B6, Thiamin, Vitamin B12 and Manganese; Lithothamnion Calcareum seaweed providing Magnesium; Vitamin C incorporated in citrus pulp; Beta Carotene incorporated in carrot concentrate; Vitamin E combined in vegetable oil; Biotin incorporated in corn meal; Folic Acid2 and Vitamin K2 incorporated in alfalfa concentrate. Tapioca extract3, Lichen providing Vitamin D3. Vegecap (Vegetable cellulose).
1An inactive and non-candida yeast, no known allergic reactions. 2As Folate. 3Non-GMO extract used to turn oil into powder.
Magn næringarefna í hverju hylki má skoða á vefsíðu Together hér.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Body Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270