269 kr. – 4.999 kr.
Uppistaðan í þessari blöndu frá Four Sigmatic er hinn dásamlegi reishi sveppur sem notaður hefur verið til lækninga og heilsubótar frá örófi alda. Sveppurinn er ekki hefðbundinn matsveppur heldur vex hann á trjábolum og er hans neytt í litlu magni í senn. Hér er honum blandað við myntu, rósaber og tulsi jurtina með það að markmiði að töfra fram slakandi og róandi áhrif á líkama og huga.
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut! Reishi blönduna er upplagt að drekka á kvöldin, u.þ.b. klukkutíma fyrir svefn.
B12 vítamínið frá Together er unnið úr heilli fæðu. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. flavoníð, ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin. Þessi blanda er sérstaklega þróuð með þarfir grænkera í huga og því er einnig í henni járn, zink, kalk og joð.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Lithothamnion Calcareum seaweed† providing Calcium; Mineral enhanced yeast* providing: Iron, Zinc and Iodine; Beta Carotene incorporated in carrot concentrate; Yeast concentrate* providing: Vitamin B12. Vegecap (vegetable cellulose).
*An inactive and non-candida yeast. No known allergic reactions.
Magn næringarefna í hverjum tveimur hylkjum: B12 (sem methylcobalamin):20μg (800% RDS), járn 9mg (64% RDS), zink: 7mg (70% RDS), kalk: 280mg (35% RDS), joð: 120μg (80% RDS), beta karótín: 1.000μg.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Milda járnblandan frá Together er unnin úr mat til að gera hana bæði áhrifaríka og milda fyrir meltingarveginn. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Yeast concentrate* providing: Iron, Vitamin B6, Vitamin B12. Alfalfa concentrate providing: Folic Acid†. Vegecap (vegetable cellulose).
*A non-candida yeast. No known allergic reactions. †As Folate.
Magn næringarefna í hverju hylki: járn 14mg (100% RDS), B6 vítamín 2mg (143% RDS), B12 vítamín (methylcobalamin) 10μg (400% RDS), fólínsýra (sem folate) 100μg (50% RDS)
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Together fjölvítamínið hefur verið unnið á náttúrulegan hátt og pakkað í hylki án fylli- og aukaefna. Samsetning næringarefna er sérstaklega aðlöguð að þörfum kvenlíkamans.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Yeast concentrate1 providing: Iron, Selenium, Zinc, Copper, GTF Chromium, Iodine, Niacin, Pantothenic Acid, Riboflavin, Vitamin B6, Thiamin, Vitamin B12 and Manganese; Lithothamnion Calcareum seaweed providing Magnesium; Vitamin C incorporated in citrus pulp; Beta Carotene incorporated in carrot concentrate; Vitamin E combined in vegetable oil; Biotin incorporated in corn meal; Folic Acid2 and Vitamin K2 incorporated in alfalfa concentrate. Tapioca extract3, Lichen providing Vitamin D3. Vegecap (Vegetable cellulose).
1An inactive and non-candida yeast, no known allergic reactions. 2As Folate. 3Non-GMO extract used to turn oil into powder.
Magn næringarefna í hverju hylki má skoða á vefsíðu Together hér.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Lion’s Mane – ljónsmakkasveppurinn vex á trjám og hefur m.a. verið notaður í stað kjöts í matargerð meðal sumra þjóða. Í dag er hann fyrst og fremst notaður sem fæðubót líkt og í þessu drykkjardufti. Í myndbandinu hér að neðan útskýrir hinn finnski Tero nánar virkni sveppsins.
Einnig er burnirót að finna í þessari blöndu ásamt myntu, rósaberjum og stevíu.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=ClAVNte8OXI[/embed]
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
Kalkið frá Together er unnið á sjálfbæran hátt úr sjávargróðri frá ströndum Íslands. Gróðurinn hefur dregið í sig fjölbreytt stein- og snefilefni, ásamt kalki, sem öll skila sér alla leið í pakkann. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni í hvert hylki.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Lithothamnion Calcareum seaweed* providing Calcium. Vegecap (vegetable cellulose)
*For the full Trace Mineral breakdown click here.
Magn næringarefna í tveimur hylkjum: kalk 384mg (48% RDS)
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Body Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270