5.299 kr.
GeoSilica kísilsteinefnið er framleitt úr jarðhitavatni frá miklu dýpi háhitasvæða Íslands og er án allra rotvarna- og aukaefna.
REPAIR inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Mangan stuðlar að eðlilegri myndun bandvefs og styrkir bein og liði.
Innihaldslýsing: Vatn, jarðhitakísill, mangansúlfat einhdýdrat.
Skammtar í hverri flösku: 30
Steinefnamagn í skammti: Kísill 100mg, mangan 2mg.
Á lager
MSM duftið er mörgum framandi en það er einfaldlega hreinn brennisteinn sem er nauðsynlegur byggingu kollagens, elastíns, brjósks og keratíns í líkamanum og endurnýjun frumna og vefja líkamans. Það hefur því verið vinsælt bætiefni fyrir húð, hár, neglur og liði.
Þessi vara frá Kiki Health inniheldur hreint MSM án allra fylli- og aukaefna. Mælt er með að hræra hálfa teskeið af duftinu út í vatn eða safa og drekka tvisvar á dag. Bragðið er beiskt og áferðin minnir á fínan sand en það hefur lítið sem ekkert eftirbragð og venst hratt.
C vítamínið frá Together er unnið úr heilum sítrusávöxtum, m.a. úr berki þeirra. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. flavoníð, ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Vitamin C with Bioflavonoids incorporated in citrus pulp. Vegecap (vegetable cellulose)
Magn næringarefna í hverju hylki: C vítamín 140mg (175% RDS), flavoníð 7mg.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Milda járnblandan frá Together er unnin úr mat til að gera hana bæði áhrifaríka og milda fyrir meltingarveginn. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Yeast concentrate* providing: Iron, Vitamin B6, Vitamin B12. Alfalfa concentrate providing: Folic Acid†. Vegecap (vegetable cellulose).
*A non-candida yeast. No known allergic reactions. †As Folate.
Magn næringarefna í hverju hylki: járn 14mg (100% RDS), B6 vítamín 2mg (143% RDS), B12 vítamín (methylcobalamin) 10μg (400% RDS), fólínsýra (sem folate) 100μg (50% RDS)
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.
Sérgrein fólksins á bak við Kiki Health er að leita uppi einstök gæði hvar sem þau er að finna í heiminum og koma þeim í handhægar umbúðir með sem lægstum tilkostnaði. Það markmið hefur tekist sérlega vel þegar kemur að lífræna túrmerik duftinu þeirra sem ræktað er í Indlandi, frostþurrkað og malað. Í gegnum allt framleiðsluferlið er þess gætt að skaðleg efni komist hvergi nærri jurtinni, allt frá umhverfi akranna til meðhöndlunar í þurrkun og pökkun.
Kosti túmeriks þarf vart að tíunda en það er þekkt fyrir bólgueyðandi og ónæmisstyrkjandi eiginleika sína auk þess að vera dásamlegt krydd og ómissandi í indverskum karrýréttum. Bættu klípu af túrmeriki í sem flestar máltíðir til að njóta áhrifanna sem best.
Koladuftið frá Kiki Health er framleitt úr sjálfbærum kókoshnetum sem hafa verið hreinsaðar vandlega með gufu til að koma í veg fyrir að aukaefni úr umhverfinu fylgi með. “Activated charcoal”, eða lyfjakol eins og það er kallað á íslensku, er framleitt úr kókoshnetuskelinni með því að kolagera hana í gríðarlegum hita. Með því fæst koladuft sem hefur einstaka uppsogseiginleika og getur bundið margfalda þyngd sína af ýmsum efnum.
Lyfjakol eru oft notuð í lækningaskyni ef tekið hefur verið inn eitur þar sem það getur bundið skaðlega efnið og skilað því út úr líkamanum án þess að það hafi frekari áhrif. Inntaka lyfjakola í heilsubótarskyni er hins vegar miðað við mjög litla skammta og er hugmyndin sú að binda mögulega skaðvalda í meltingarveginum og losa þá út með skaðlausum hætti. Að sama skapi er hægt að nota koladuftið til hreinsunar á húð eða tönnum, t.d. með því að blanda því saman við kókosolíu, nudda vel á yfirborðið og skola svo vel af.
Áhrif af inntöku koladufts eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir hreinsandi og losandi áhrif frá meltingarvegi, annað telur það draga úr vindverkjum og vindgangi.
Mælt er með að taka 1 gramm af koladufti í hvert sinn, t.d. blandað út í vatn. Athugið að vegna eiginleika kolanna ber að varast að taka þau á sama tíma og lyf þar sem þau geta dregið úr virkni þeirra.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270