Carobduft líkist kakói á margan hátt og getur komið í stað þess í margar uppskriftir. Bragðið er þó töluvert ólíkt kakói en það er nokkuð sætara og ekki eins bragðmikið. Mörgum þykir carob betri kostur en súkkulaði þar sem það er talið hafa minni örvandi áhrif á miðtaugakerfið og inniheldur mjög litla fitu.

Karobduftið frá Kiki Health kemur frá lífrænum ökrum á Spáni. Það er gerjað og sólþurrkað dögum saman í hitastigi undir 46°C og telst því hráfæði. Með þessum hætti er næringargildið verndað eftir fremsta megni.