3.999 kr.
Innihaldslýsing: 100% Organic Shiitake (Lentinula edodes) Mushroom Extract from fruiting bodies (400mg). Shell Capsule: Hypromellose
Notkun: Takið 2-4 hylki á dag með máltíð.
Á lager
Vinsælasta vara Kiki Health á Íslandi er óumdeilanlega þessi litli bjargvættur. Í hylkjunum er aloe ferox jurtin, frostþurrkuð, heil og möluð, án allra aukaefna. Líkt og aloe ferox safinn hefur þessi vara áhrif á meltinguna en hér er um að ræða nokkuð öflugri áhrif. Mælt er með að taka eitt hylki með mat að kvöldi í 2 til 4 daga eða eftir þörfum. Inntaka hylkjanna getur valdið hægðalosandi áhrifum og ætti ekki að taka þau inn ef hægðir eru reglulegar eða lausar.
Notið ekki á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur.
Lífræna hamppróteinið frá Kiki Health er ræktað í Englandi þar sem plantan er nýtt einstaklega vel. Allir hlutar hennar eru notaðir í ýmsa framleiðslu en bestu fræ plöntunnar eru nýtt til próteinframleiðslunnar. Eftir að þau lakari hafa verið tínd frá, til notkunar í annars konar vörur, eru hin útvöldu kaldpressuð og þurrkuð og úr þeim er próteinduftið unnið. Það skilar sér óblandað og hreint alla leið þar sem engum viðbótarefnum er blandað við það. Þar sem fræin eru varfærnislega meðhöndluð fylgir fjölbreytt næring með próteininu alla leið og er m.a. mikið af magnesíumi, járni, kopar og mangani í þessu próteindufti frá náttúrunnar hendi auk þess sem það inniheldur omega 3 og 6 fitusýrur.
Hampprótein er nokkru grófara í áferð en mörg önnur jurtaprótein og þar sem Kiki Health próteinið er óblandað er gott að nota það í smoothies eða blanda saman við annan mat. Fyrir þau sem ekki hafa notað hampprótein áður er mælt með að byrja á 1 tsk í hvern skammt og auka magnið smám saman meðan bragð og áferð eru að venjast.
MSM duftið er mörgum framandi en það er einfaldlega hreinn brennisteinn sem er nauðsynlegur byggingu kollagens, elastíns, brjósks og keratíns í líkamanum og endurnýjun frumna og vefja líkamans. Það hefur því verið vinsælt bætiefni fyrir húð, hár, neglur og liði.
Þessi vara frá Kiki Health inniheldur hreint MSM án allra fylli- og aukaefna. Mælt er með að hræra hálfa teskeið af duftinu út í vatn eða safa og drekka tvisvar á dag. Bragðið er beiskt og áferðin minnir á fínan sand en það hefur lítið sem ekkert eftirbragð og venst hratt.
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.
Chaga sveppurinn vex villtur á birkitrjám á norðurhveli jarðar og er talinn hafa fjölbreytt heilsubætandi áhrif á líkamann. Hann er einstaklega andoxunarríkur og í honum má einnig finna ýmis steinefni. Finnsku nördarnir á bak við þessa vöru hafa blandað síberísku ginsengi við sveppaduftið til að efla áhrifin ásamt myntu og rósaberjum sem gefa ferskt bragð og aukaskammt af C-vítamíni.
Í myndbandinu hér fyrir neðan segir stofnandi fyrirtækisins, hann Tero frá sveppnum og útskýrir nánar hvernig hægt er að nota þessa ljúfu blöndu.
[embed]https://youtu.be/EAa1dptCXkc[/embed]Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
D vítamín er fituleysanlegt og því mikilvægt að taka það inn með góðum fitugjafa. Vegan D3 vítamínið frá Together er blandað við kókosolíu í hylkjum til að tryggja upptöku. Eitt hylki inniheldur 25μg/1000iu af D3 vítamíni sem unnið hefur verið á náttúrulegan hátt og pakkað í hylki án fylli- og aukaefna. Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Coconut oil, Tapioca extract*, Plant cellulose, Lichen providing Vitamin D3. Vegecap (vegetable cellulose)
*Non-GMO extract used to turn oil into powder.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270