1.599 kr.
Sérgrein fólksins á bak við Kiki Health er að leita uppi einstök gæði hvar sem þau er að finna í heiminum og koma þeim í handhægar umbúðir með sem lægstum tilkostnaði. Það markmið hefur tekist sérlega vel þegar kemur að lífræna túrmerik duftinu þeirra sem ræktað er í Indlandi, frostþurrkað og malað. Í gegnum allt framleiðsluferlið er þess gætt að skaðleg efni komist hvergi nærri jurtinni, allt frá umhverfi akranna til meðhöndlunar í þurrkun og pökkun.
Kosti túmeriks þarf vart að tíunda en það er þekkt fyrir bólgueyðandi og ónæmisstyrkjandi eiginleika sína auk þess að vera dásamlegt krydd og ómissandi í indverskum karrýréttum. Bættu klípu af túrmeriki í sem flestar máltíðir til að njóta áhrifanna sem best.
Þetta barnvæna fjölvítamín er ætlað börnum á aldrinum 3-7 ára. Það inniheldur engin ónáttúruleg litarefni, rotvarnarefni, ger eða sætuefni. Það er í hlaupformi og því auðvelt að fá flest börn til að taka dagsskammtinn sinn. Mælt er með 1-2 stykkjum á dag með eða án matar og gott er að drekka vatn á eftir. Hvettu barnið til að tyggja hlaupið vel.
Bætiefni koma ekki í stað fjölbreytts mataræðis. Takið ekki inn meira en ráðlagðan skammt og leitið ráðlegginga læknis ef vafi er um þörf barnsins fyrir bætiefni eða það hefur óþol eða ofnæmi.
Innihaldslýsing: Ingredients: Wheat Glucose Syrup, Sugar, Gelling Agent: Fruit Pectin, Inulin, Acidity Regulators: Citric Acid & Potassium Citrate, Vitamin Blend (Vitamin C [Ascorbic Acid], Vitamin E [as D-Alpha Tocopheryl Acetate], Niacin [as Nicotinamide], Vitamin A [Vitamin A Acetate], Vitamin D3 [Cholecalciferol (Vegan)], Pantothenic Acid [as Calcium Salt], Vitamin B6 [as Pyridoxine HCl], Vitamin B1 [as Thiamin Chlorhydrate], Riboflavin, Folic Acid, D-Biotin, Vitamin B12 [as Cyanocobalamin]), Red Carrot Concentrate Juice, Natural Strawberry Flavouring, Coating: Vegetable Oil (Coconut Oil, Rape Seed Oil) and Glazing Agent (Carnauba Wax).
NÆRINGARGILDI | MEÐALTAL Í 2 STK | % RDS* |
---|---|---|
Inulin | 80 mg | — |
Vitamin A (1333 IU) | 400 µg RE | 50 |
Vitamin D (as D3 400 IU) | 10 µg | 200 |
Vitamin E | 5 mg a-TE | 42 |
Vitamin C | 30 mg | 38 |
Thiamin (Vitamin B1) | 0.7 mg | 64 |
Riboflavin (Vitamin B2) | 0.8 mg | 57 |
Niacin (Vitamin B3) | 4.8 mg NE | 30 |
Vitamin B6 | 1 mg | 71 |
Folacin (Folic Acid) | 100 µg | 50 |
Vitamin B12 | 0.5 µg | 20 |
Biotin | 75 µg | 150 |
Pantothenic Acid | 3 mg | 50 |
*RDS – Ráðlagður dagsskammtur |
C vítamínið frá Together er unnið úr heilum sítrusávöxtum, m.a. úr berki þeirra. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. flavoníð, ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Vitamin C with Bioflavonoids incorporated in citrus pulp. Vegecap (vegetable cellulose)
Magn næringarefna í hverju hylki: C vítamín 140mg (175% RDS), flavoníð 7mg.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Lífræna hamppróteinið frá Kiki Health er ræktað í Englandi þar sem plantan er nýtt einstaklega vel. Allir hlutar hennar eru notaðir í ýmsa framleiðslu en bestu fræ plöntunnar eru nýtt til próteinframleiðslunnar. Eftir að þau lakari hafa verið tínd frá, til notkunar í annars konar vörur, eru hin útvöldu kaldpressuð og þurrkuð og úr þeim er próteinduftið unnið. Það skilar sér óblandað og hreint alla leið þar sem engum viðbótarefnum er blandað við það. Þar sem fræin eru varfærnislega meðhöndluð fylgir fjölbreytt næring með próteininu alla leið og er m.a. mikið af magnesíumi, járni, kopar og mangani í þessu próteindufti frá náttúrunnar hendi auk þess sem það inniheldur omega 3 og 6 fitusýrur.
Hampprótein er nokkru grófara í áferð en mörg önnur jurtaprótein og þar sem Kiki Health próteinið er óblandað er gott að nota það í smoothies eða blanda saman við annan mat. Fyrir þau sem ekki hafa notað hampprótein áður er mælt með að byrja á 1 tsk í hvern skammt og auka magnið smám saman meðan bragð og áferð eru að venjast.
Alkaline Infusion er fíngert duft sem leysist vel upp í köldu vatni. Það hefur milt og gott bragð og inniheldur góða blöndu steinefna. Það er frábært sem almennt bætiefni, sem sportdrykkur eða frískandi drykkur hvenær sem er.
Blandið 2 teskeiðum af duftinu út í vatn eða safa. Gott er að blanda Alkaline Infusion saman við ýmiss konar grænt ofurfæðisduft til að auka næringargildi og bragðbæta.
Innihald: sítrónuduft, inúlín (vatnsleysanlegar trefjar) (34%), kalíum sítrat, kalk sítrat, magnesíum sítrat, C vítamín, bambusduft, acerola berjaduft. Lífrænt vottuð vara.
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.
Lion’s Mane – ljónsmakkasveppurinn vex á trjám og hefur m.a. verið notaður í stað kjöts í matargerð meðal sumra þjóða. Í dag er hann fyrst og fremst notaður sem fæðubót líkt og í þessu drykkjardufti. Í myndbandinu hér að neðan útskýrir hinn finnski Tero nánar virkni sveppsins.
Einnig er burnirót að finna í þessari blöndu ásamt myntu, rósaberjum og stevíu.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=ClAVNte8OXI[/embed]
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270