1.299 kr. – 1.999 kr.
CompareBody Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Undanfarin ár hefur mikil vakning átt sér stað um magnesíumþörf mannslíkamans og mikilvægi þessa steinefnis fyrir ýmsa starfsemi líkamans. Mörg kjósa magnesíum til inntöku dags daglega en færri vita að efnið frásogast einnig auðveldlega gegnum húð.
Magnesíumspreyið frá Kiki Health er olíukennt og mettað af magnesíum. Þægilegt er að úða því á húð hvar sem er á líkamanum og nudda vel inn til að ná fram staðbundnum, vöðvaslakandi áhrifum og auka heildarupptöku líkamans á magnesíum. Mælt er með notkun eftir áreynslu og/eða fyrir svefn.
Komi fram húðkláði eftir notkun er hann mögulega vísbending um magnesíumskort í líkamanum.
C vítamínið frá Together er unnið úr heilum sítrusávöxtum, m.a. úr berki þeirra. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. flavoníð, ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Vitamin C with Bioflavonoids incorporated in citrus pulp. Vegecap (vegetable cellulose)
Magn næringarefna í hverju hylki: C vítamín 140mg (175% RDS), flavoníð 7mg.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Lion’s Mane – ljónsmakkasveppurinn vex á trjám og hefur m.a. verið notaður í stað kjöts í matargerð meðal sumra þjóða. Í dag er hann fyrst og fremst notaður sem fæðubót líkt og í þessu drykkjardufti. Í myndbandinu hér að neðan útskýrir hinn finnski Tero nánar virkni sveppsins.
Einnig er burnirót að finna í þessari blöndu ásamt myntu, rósaberjum og stevíu.
[embed]https://www.youtube.com/watch?v=ClAVNte8OXI[/embed]
Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
Vinsælasta vara Kiki Health á Íslandi er óumdeilanlega þessi litli bjargvættur. Í hylkjunum er aloe ferox jurtin, frostþurrkuð, heil og möluð, án allra aukaefna. Líkt og aloe ferox safinn hefur þessi vara áhrif á meltinguna en hér er um að ræða nokkuð öflugri áhrif. Mælt er með að taka eitt hylki með mat að kvöldi í 2 til 4 daga eða eftir þörfum. Inntaka hylkjanna getur valdið hægðalosandi áhrifum og ætti ekki að taka þau inn ef hægðir eru reglulegar eða lausar.
Notið ekki á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur.
Þetta barnvæna omega3 bætiefni er ætlað börnum á aldrinum 3-7 ára. Það inniheldur engin ónáttúruleg litarefni, rotvarnarefni, ger eða sætuefni. Það er í hlaupformi og því auðvelt að fá flest börn til að taka dagsskammtinn sinn. Mælt er með 1-2 stykkjum á dag með eða án matar og gott er að drekka vatn á eftir. Hvettu barnið til að tyggja hlaupið vel.
Bætiefni koma ekki í stað fjölbreytts mataræðis. Takið ekki inn meira en ráðlagðan skammt og leitið ráðlegginga læknis ef vafi er um þörf barnsins fyrir bætiefni eða það hefur óþol eða ofnæmi.
Innihaldslýsing: Wheat Glucose Syrup, Sugar, Flaxseed Oil, Gelling Agent: Fruit Pectin, Acidity Regulators: Citric Acid & Potassium Citrate, Natural Orange Flavouring, Coating: Vegetable Oil (Coconut Oil, Rape Seed Oil) and Glazing Agent (Carnauba Wax).
NÆRINGARGILDI | MEÐALTAL Í 2 STK | % RDS* |
---|---|---|
Flaxseed Oil | 450 mg | — |
providing: | ||
Omega-3 (ALA) | 225 mg | — |
Omega-6 (LA) | 50 mg | — |
*RDS – Ráðlagður dagsskammtur |
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270