kr. / Vörur

Karfan þín

Engar vörur í körfunni.

Miso & Kókosnúðlur Með Tófú

168 kr.1.699 kr.

Hráefni: Þétt tófú, tamarisósa, brúnt misóþykkni, hlynsýróp, tapíókamjöl (má nota venjulegt hveiti en það verður ekki eins krönsí), sesamfræ, tveir skammtar hrísgrjónanúðlur, hnetu- eða möndlusmjör, kókosmjólk, 2-300gr sveppir, limesafi, cayennepipar, kóríander eða vorlaukur, salt og pipar.

Við mælum með að nota sem mest af því sem til er í skápunum heima en hér fyrir neðan má raða í körfu þeim vörum sem vantar í uppskriftina. Hafðu í huga:

 • Grænmetið í uppskriftinni er bara tillaga. Notaðu tækifærið til að nýta grænmeti sem annars mundi skemmast eða það sem þig langar í hverju sinni.
 • Passaðu að velja firm eða extra firm tófú, mýkri tófúgerðir maukast í heitum réttum.

Leiðbeiningar: Blandaðu saman marineringu: 3 msk tamarisósa, 1 msk mísóþykkni, 1 tsk hlynsýróp og 2 msk tapíókahveiti. Skerð tófú í litla bita og veltir upp úr marineringunni. Getur annað hvort steikt á pönnu eða bakað í ofni í ca. 20 mín á 180°C.

Sýður núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka. Steikir sveppi á stórri pönnu, þegar þeir eru brúnaðir þá bætir þú útí hnetu/möndlusmjöri, miso, kókosmjólk, lime og kryddum. Blandar vel saman við meðal hita.

Þegar núðlurnar eru tilbúnar blandarðu þeim út í sveppa-kókosmjólkurblönduna. Mér finnst best að bera tófúið fram til hliðar toppað með sesamfræjum, kóríander og/eða vorlauk.

Vantar eitthvað af hráefnunum? Hér eru tillögur! Veldu magn í hverri línu fyrir sig og bættu svo í körfu.

  329 kr.

  Á lager

  Veldu kosti849 kr.2.399 kr.

  Á lager

  Frekari upplýsingar1.699 kr.

  Ekki til á lager

  Frekari upplýsingar999 kr.

  Ekki til á lager

  499 kr.

  Á lager

  Veldu kosti799 kr.1.499 kr.

  Ekki til á lager

  399 kr.

  Á lager

  Veldu kosti168 kr.842 kr.
  449 kr.
  379 kr.
  Flokkur: Merkimiðar: ,

  Opnunartími verslunar

  Alla daga frá kl.10:00 - 20:00

  Heimilisfang

  Faxafen 14, 108 Reykjavík

  Sími

  7793600

  Netfang

  veganbudin@veganbudin.is

  Styrkir

  X