Hráefni: Hakk, spaghettí, niðursoðnir tómatar, laukur, gulrætur, ítalskt krydd, grænmetisteningur, frosið hvítlauksbrauð.
Við mælum með að nota sem mest af því sem til er í skápunum heima en hér fyrir neðan má raða í körfu þeim vörum sem vantar í uppskriftina. Hafðu í huga:
- Pasta er oft vegan en skoða þarf hvort það innihaldi nokkuð egg, sem er algengasta dýraafurðin sem notuð er í pasta.
- Grænmetið í uppskriftinni er bara tillaga. Notaðu tækifærið til að nýta grænmeti sem annars mundi skemmast eða það sem þig langar í hverju sinni.
- Kryddið getur verið næstum því hvaða blanda sem er. Lestu utan á kryddglösin heima og athugaðu hvort þau innihaldi nokkuð efni á borð við gelatín, mjólkurvörur (t.d. osta) eða kjötkraft.
- Til eru margar tegundir af vegan hakki, bæði frosið og þurrkað. Prófaðu mismunandi tegundir og uppgötvaðu ólíka eiginleika þeirra svo þú getir auðveldlega skipt út kjöthakki í uppáhalds réttunum þínum.
Leiðbeiningar: Sjóddu spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka, skolaðu það og geymdu til hliðar. Hitaðu hvítlauksbrauð samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Saxaðu laukinn og skerðu gulræturnar smátt. Steiktu grænmetið upp úr góðri hitaþolinni olíu, kryddaðu og bættu grænmetisteningi út á. Helltu hakki yfir allt og hrærðu vel saman. Þegar allt er orðið heitt í gegn er hakkblandan borin fram með spaghettíinu.
Vantar eitthvað af hráefnunum? Hér eru tillögur! Veldu magn í hverri línu fyrir sig og bættu svo í körfu.