1.399 kr.
Kalkið frá Together er unnið á sjálfbæran hátt úr sjávargróðri frá ströndum Íslands. Gróðurinn hefur dregið í sig fjölbreytt stein- og snefilefni, ásamt kalki, sem öll skila sér alla leið í pakkann. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni í hvert hylki.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Lithothamnion Calcareum seaweed* providing Calcium. Vegecap (vegetable cellulose)
*For the full Trace Mineral breakdown click here.
Magn næringarefna í tveimur hylkjum: kalk 384mg (48% RDS)
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Á lager
CompareSlippery Elm frá Kiki Health er fengið innan úr trjáberki lífrænt ræktaðra trjáa, þurrkað við lágan hita og malað í þetta fíngerða duft sem nota má bæði til inntöku eða á húð. Þessi jurt hefur almennt verið notuð til að bæta meltingu og draga úr ertingu vegna brjóstsviða eða hálsbólgu. Mælt er með að hræra einni teskeið af duftinu út í 250 ml af vökva og drekka fyrir svefninn.
Ef nota á duftið á húð er gott að blanda því við lítið magn af vatni svo þykkt mauk myndist sem hægt er að bera á viðkvæma bletti og láta þorna. Varist að bera á opin sár, notið aðeins á væga og tímabundna ertingu í húð en leitið læknis ef um alvarleg eða viðvarandi húðvandamál er að ræða.
Alkaline Infusion er fíngert duft sem leysist vel upp í köldu vatni. Það hefur milt og gott bragð og inniheldur góða blöndu steinefna. Það er frábært sem almennt bætiefni, sem sportdrykkur eða frískandi drykkur hvenær sem er.
Blandið 2 teskeiðum af duftinu út í vatn eða safa. Gott er að blanda Alkaline Infusion saman við ýmiss konar grænt ofurfæðisduft til að auka næringargildi og bragðbæta.
Innihald: sítrónuduft, inúlín (vatnsleysanlegar trefjar) (34%), kalíum sítrat, kalk sítrat, magnesíum sítrat, C vítamín, bambusduft, acerola berjaduft. Lífrænt vottuð vara.
Undanfarin ár hefur mikil vakning átt sér stað um magnesíumþörf mannslíkamans og mikilvægi þessa steinefnis fyrir ýmsa starfsemi líkamans. Mörg kjósa magnesíum til inntöku dags daglega en færri vita að efnið frásogast einnig auðveldlega gegnum húð.
Magnesíumspreyið frá Kiki Health er olíukennt og mettað af magnesíum. Þægilegt er að úða því á húð hvar sem er á líkamanum og nudda vel inn til að ná fram staðbundnum, vöðvaslakandi áhrifum og auka heildarupptöku líkamans á magnesíum. Mælt er með notkun eftir áreynslu og/eða fyrir svefn.
Komi fram húðkláði eftir notkun er hann mögulega vísbending um magnesíumskort í líkamanum.
Milda járnblandan frá Together er unnin úr mat til að gera hana bæði áhrifaríka og milda fyrir meltingarveginn. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Yeast concentrate* providing: Iron, Vitamin B6, Vitamin B12. Alfalfa concentrate providing: Folic Acid†. Vegecap (vegetable cellulose).
*A non-candida yeast. No known allergic reactions. †As Folate.
Magn næringarefna í hverju hylki: járn 14mg (100% RDS), B6 vítamín 2mg (143% RDS), B12 vítamín (methylcobalamin) 10μg (400% RDS), fólínsýra (sem folate) 100μg (50% RDS)
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
B12 vítamínið frá Together er unnið úr heilli fæðu. Matvælin sem notuð eru til vinnslu Together bætiefnanna eru meðhöndluð án hitunar eða aukaefna og því fylgja náttúrulegir eiginleikar matarins, t.a.m. flavoníð, ensím og plöntunæringarefni alla leið í hylkin. Þessi blanda er sérstaklega þróuð með þarfir grænkera í huga og því er einnig í henni járn, zink, kalk og joð.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Lithothamnion Calcareum seaweed† providing Calcium; Mineral enhanced yeast* providing: Iron, Zinc and Iodine; Beta Carotene incorporated in carrot concentrate; Yeast concentrate* providing: Vitamin B12. Vegecap (vegetable cellulose).
*An inactive and non-candida yeast. No known allergic reactions.
Magn næringarefna í hverjum tveimur hylkjum: B12 (sem methylcobalamin):20μg (800% RDS), járn 9mg (64% RDS), zink: 7mg (70% RDS), kalk: 280mg (35% RDS), joð: 120μg (80% RDS), beta karótín: 1.000μg.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Body Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270