999 kr.
D vítamín er fituleysanlegt og því mikilvægt að taka það inn með góðum fitugjafa. Vegan D3 vítamínið frá Together er blandað við kókosolíu í hylkjum til að tryggja upptöku. Eitt hylki inniheldur 25μg/1000iu af D3 vítamíni sem unnið hefur verið á náttúrulegan hátt og pakkað í hylki án fylli- og aukaefna. Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Coconut oil, Tapioca extract*, Plant cellulose, Lichen providing Vitamin D3. Vegecap (vegetable cellulose)
*Non-GMO extract used to turn oil into powder.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Ekki til á lager
Body Biotics meltingargerlarnir eru blanda af átta mismunandi gerlategundum í litlum jurtahylkjum sem auðvelt er að gleypa. Einnig má opna hylkin og hella innihaldinu í drykki eða grauta til að auðvelda inntöku.
Gerlarnir eru lifandi en liggja í dvala þar til vökvi virkjar þá til dáða og byrja þeir þá að fjölga sér í meltingarveginum og geta margfaldast að tölu þar sem þeir færast neðar á leið sinni í gegn. Fjöldi þeirra sem nær áfangastað getur því verið afar misjafn og einstaklingsbundinn sem er ástæða þess að gerlafjöldi er ekki gefinn upp. Þau hjá Kiki Health telja það óþarft að telja ofan í hylkin en vænlegra til árangurs að velja saman réttar tegundir gerla og bæta í hylkin náttúrulegu veganesti fyrir þá í formi humic og fulvic sýru sem örvar fjölgun þeirra og eykur þannig líkur á árangri af reglubundinni inntöku hylkjanna.
Together Joint Aid blandan sameinar krafta túrmeriks og boswellia jurtarinnar sem báðar eru þekktar fyrir bólgueyðandi eiginleika sína. Svartur pipar eykur upptöku og virkni túrmeriks og saman eru þessi þrjú hráefni frábær fyrir líkamann.
Hylkin má taka með hefðbundnum hætti eða opna og blanda við mat eða vökva til að auðvelda inntöku.
Innihaldslýsing: Turmeric Rhizome extract, Boswellia Serrata extract, Black pepper extract (piper nigrum root). Vegecap (vegetable cellulose).
Magn næringarefna í hverju hylki: túrmerik 200mg, Boswelia serrata extrakt 230mg, svartur pipar, 3mg.
Ráðleggingar um notkun:
|
|
Þessi vara er:
Koladuftið frá Kiki Health er framleitt úr sjálfbærum kókoshnetum sem hafa verið hreinsaðar vandlega með gufu til að koma í veg fyrir að aukaefni úr umhverfinu fylgi með. “Activated charcoal”, eða lyfjakol eins og það er kallað á íslensku, er framleitt úr kókoshnetuskelinni með því að kolagera hana í gríðarlegum hita. Með því fæst koladuft sem hefur einstaka uppsogseiginleika og getur bundið margfalda þyngd sína af ýmsum efnum.
Lyfjakol eru oft notuð í lækningaskyni ef tekið hefur verið inn eitur þar sem það getur bundið skaðlega efnið og skilað því út úr líkamanum án þess að það hafi frekari áhrif. Inntaka lyfjakola í heilsubótarskyni er hins vegar miðað við mjög litla skammta og er hugmyndin sú að binda mögulega skaðvalda í meltingarveginum og losa þá út með skaðlausum hætti. Að sama skapi er hægt að nota koladuftið til hreinsunar á húð eða tönnum, t.d. með því að blanda því saman við kókosolíu, nudda vel á yfirborðið og skola svo vel af.
Áhrif af inntöku koladufts eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir hreinsandi og losandi áhrif frá meltingarvegi, annað telur það draga úr vindverkjum og vindgangi.
Mælt er með að taka 1 gramm af koladufti í hvert sinn, t.d. blandað út í vatn. Athugið að vegna eiginleika kolanna ber að varast að taka þau á sama tíma og lyf þar sem þau geta dregið úr virkni þeirra.
Acai duftið frá Kiki Health er gert úr lífrænum, ómeðhöndluðum acai berjum sem hafa verið frostþurrkuð og möluð til að viðhalda næringargildi og bragðgæðum þeirra.
Þessi orkuríku ber innihalda mikið af A vítamíni, kalíni, magnesíum, kalki og járni. Duftið má nota sem fæðubót í drykki, þeytinga, grauta eða jafnvel í hrákökur og ís. Gott er að byrja á einni teskeið í hvern skammt og auka svo magnið eftir smekk. Berin eru náttúrulega römm og passa vel með sætari ávöxtum.
Við mælum með uppskrift Grænkera að dýrindis acai skál og fallegu kókosskálunum okkar til að lyfta upplifuninni á hærra plan.
Chaga sveppurinn vex villtur á birkitrjám á norðurhveli jarðar og er talinn hafa fjölbreytt heilsubætandi áhrif á líkamann. Hann er einstaklega andoxunarríkur og í honum má einnig finna ýmis steinefni. Finnsku nördarnir á bak við þessa vöru hafa blandað síberísku ginsengi við sveppaduftið til að efla áhrifin ásamt myntu og rósaberjum sem gefa ferskt bragð og aukaskammt af C-vítamíni.
Í myndbandinu hér fyrir neðan segir stofnandi fyrirtækisins, hann Tero frá sveppnum og útskýrir nánar hvernig hægt er að nota þessa ljúfu blöndu.
[embed]https://youtu.be/EAa1dptCXkc[/embed]Notkun: Mælt er með að leysa duftið upp í 240ml af heitu vatni og njóta hvers sopa. Einnig má nota annan vökva, t.d. kaffi, volga möndlumjólk eða blanda út í smoothie drykki og skálar eða jafnvel sáldra yfir hafragraut!
Þó matcha neysla sé e.t.v. frekar ný tískubylgja á Vesturlöndum hefur þetta nærandi te verið partur af Japanskri menningu öldum saman. Kiki Health sækir því telaufin sín alla leið til Kyoto í Japan þar sem temenningin á sér ævafornar rætur. Runnarnir eru ræktaðir nálægt árbakkanum í næringarríkum jarðvegi og öll ræktun stunduð með hefðbundnum japönskum aðferðum. Uppskeran er því hágæða telauf sem unnin eru í fínt duft eftir að stilkar og æðar laufblaðanna hafa verið fjarlægð.
Engu er bætt í duftið og því inniheldur þessi fallega krukka eingöngu 100% hreint duft af “ceremonial grade” japönsku matcha tedufti sem má nota á fjölbreyttan hátt. Matcha inniheldur hátt hlutfall andoxunar- og næringarefna með fjölbreytt heilsubætandi áhrif og því er bæði ljúft og uppbyggjandi að njóta bolla af slíku tei á hverjum degi.
Hrærið 1/2 – 1 tsk af duftinu kröftuglega saman við 100 ml af vatni þar til það hefur leyst alveg upp. Vatnið má ýmist vera kalt eða volgt en ekki er mælt með að hafa það of heitt. Til tilbreytingar má líka nota volga , freyðandi jurtamjólk, bragðbæta með örlitlu kakói eða nota duftið út í smoothies, hræra því saman við jógúrt eða gera tilraunir með bakstur og eftirréttagerð með matcha ívafi.
Alla daga frá kl.11:00 - 19:00
Faxafen 14, 108 Reykjavík
7793600
veganbudin@veganbudin.is
Veganmatur ehf. | KT 590517-0460 | VSKNR 128270