Sýni eina niðurstöðu
Eggjalausa duftið frá Bob’s Red Mill kemur í stað eggja í flestan bakstur og er t.d. frábært í pönnukökur og vöfflur, muffins, skúffukökur og annað þéttbakað bakkelsi. Það virkar ekki í marengs eða annan viðkvæman bakstur sem væri venjulega gerður með eggjahvítum.
Til að skipta út heilum eggjum í uppskrift er blandað saman einni matskeið af dufti og 2 matskeiðum af vatni og látið standa í u.þ.b. 1 mínútu á meðan það þykknar.
Í stað eggjarauðu er notuð hálf teskeið af dufti á móti 2 matskeiðum af vatni og í stað eggjahvítu er notuð hálf teskeið af dufti á móti 1 matskeið af vatni.
Innihaldslýsing: Kartöflusterkja, tapíókamjöl, matarsódi, psyllium husk trefjar.
Næringargildi í 100g: Orka 1255kJ/300kkal, Fita 0g, þar af mettuð 0g, Kolvetni 80g, þar af sykurtegundir 0g, Trefjar 10g, Prótein 0g, Salt 3,2g.